Úrræði
1717
1717 er gjaldfrjálst símanúmer Rauða krossins fyrir fólk á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda. Boðið er upp á þjónustu við þá sem eiga við andlega örðugleika að stríða eða eru í sjálfsvígshugleiðingum. Einnig er boðið upp á netspjall.
1717
1717.is
AA-samtökin
Samtökin veita hjálp við áfengis- og vímuefnafíkn og bjóða upp á fundi um allt land.
Neyðarsími AA-samtakanna á Akureyri: 849-4012
551-2010
aa.is
Aflið
Aflið býður upp á einstaklingsviðtöl fyrir þolendur kynferðisofbeldis og/eða heimilisofbeldis og aðstandendur þeirra sem óska eftir ráðgjöf. Vinnan hjá Aflinu felst í því að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota hann til að breyta eigin lífi.
Áttavitinn
Áttavitinn er upplýsingagátt miðuð að ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Á síðunni má finna hagnýtan fróðleik sem viðkemur hinum ýmsu sviðum lífsins. Öflugt ráðgjafateymi sérfræðinga svarar spurningum um það sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.
attavitinn.is
Bjarmahlíð
Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. Hjá Bjarmahlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta og ráðgjöf er undir sama þaki með það markmið að auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar.
551-2520
bjarmahlid.is
Bergið Headspace
Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu.
571-5580
bergid.is
Farskólinn - Skagafjörður
Farskólinn starfar í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum. Í farskólanum er hægt að sækja ýmis konar námskeið bæði starfstengd og til að auðga tómstundirnar. Farskólinn er með samning við Fjölmennt, fullorðinsfræðslu fatlaðra, um að bjóða upp á námskeið með ýmis konar fötlun.
Félagsþjónustan - Akureyri
Velferðarsvið veitir alla almenna félagsþjónustu auk sérhæfðrar þjónustu fyrir einstaklinga og börn með fötlun og fjölskyldur þeirra. Á velferðarsviði er tekið á móti umsóknum um félagslegt leiguhúsnæði.
460-1400
akureyri.is
Fjölsmiðjan á Akureyri
Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára sem er á krossgötum í lífinu. Í Fjölsmiðjunni er boðið upp á vinnu á nokkrum verkstæðum þangað til ungmennin fara aftur í vinnu eða skóla
414-9380
erlingur@fjölsmidjan.is
fjolsmidjan.com
Fjölmennt á Akureyri
Fjölmennt er fullorðinsfræðsla fatlaðra. Fjölmennt á Akureyri starfar undir hatti símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar og býður upp á fjölbreytt námskeið fyrir fatlaða og þar á meðal geðfatlaða.
460-5720
simey.is
Frú Ragnheiður - Akureyri
Frú Ragnheiður er skaðaminnkandi verkefni á vegum Rauða krossins, sem starfrækt er á Akureyri. Tilgangur verkefnisins er að ná til jaðarsettra einstaklinga sem nota vímuefni í æð og bjóða þeim nálaskiptaþjónustu, grunn heilbrigðisþjónustu, fræðslu á jafningjagrundvelli, fatnað, næringu og sálrænan stuðning.
800-1150
Göngudeild SÁÁ
Göngudeild SÁÁ á Akureyri sinnir ráðgjöf og greiningu fyrir áfengis- og vímuefnasjúka á öllu Norðurlandi. Aðstandendur og fjölskyldur fólks með fíknivanda geta einnig sótt margvíslega aðstoð og þjónustu á göngudeildina, sem og fólk með spilavanda.
462-7611/824-7609
saa.is
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
HSN býður upp á sálfélagslega þjónustu sem hægt er að óska eftir við heimilislækni. Heilsugæslan á Akureyri sinnir vaktþjónustu frá 14:00-18:00 alla virka daga og frá 10:00-14:00 um helgar. Hægt er að sjá opnunartíma og vaktþjónustu hjá öllum heilsugæslum HSN á vefsíðu þeirra.
432-4600
Vakt: 1700
hsn.is
Kvennaathvarf - Akureyri
Konur sem búa við ofbeldi eða hafa búið við ofbeldi geta komið og fengið ráðgjöf, stuðning og upplýsingar, eða fengið dvalarstað ásamt börnum sínum þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis.
561-1206
kvennaathvarf.is
Laut
Laut er athvarf fyrir fólk með geðraskanir sem rekið er af Akureyrarbæ. Markmið starfseminnar er að draga úr félagslegri einangrun og skapa aðstæður sem byggja á gagnkvæmri virðingu og trausti. Starfsemi Lautarinnar miðast að því að auka sjálfstæði og auka samfélagsþátttöku fólks með geðraskanir.
462-6632
akureyri.is
Leitarvél Sálfræðingafélags Íslands
Vefsíða þar sem hægt er að leita að sálfræðingum eftir þörfum. Leitarvél sálfræðingafélagsins sýnir einnig upplýsingar um þjónustu sálfræðinga.
sal.is
Miðjan - Húsavík
Miðjan er hæfing, dagþjónusta og geðræktarmiðstöð sem hefur það að markmiði að efla þroska og sjálfstæði einstaklinga og viðhalda og auka þá færni sem einstaklingurinn hefur náð.
464-1664
nordurthing.is
Okkar Heimur
Okkar heimur er stuðningsúrræði fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda og var sett á laggirnar vegna skorts á stuðningi og fræðslu fyrir börn í þessari stöðu hér á landi. Markmið Okkar Heims er meðal annars að stuðla að fræðslu, stuðning og vitundavakningu.
556-6900
okkarheimur.is
Píeta samtökin
Píeta veitir fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þau sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri. Píeta er einnig með fundi fyrir aðstandendur. Píeta hefu nú opnað Píetahús á Akureyri og Húsavík.
552-2218
Plastiðjan Bjarg - iðjulundur
Á PBI fer fram starfsþjálfun og vernduð vinna fyrir fatlaða. Helstu verkefni vinnustaðarins er starfsendurhæfing, starfsþjálfun, og að skapa vinnutækifæri fyrir þau sem eru með skerta starfsgetu af ýmsum ástæðum. PBI vinnur í nánu sambandi við Atvinnu með stuðningi eða AMS.
414-3780
Réttindagæslumenn fatlaðra
Fatlað fólk getur leitað til réttindagæslumanns með allt sem varðar réttindi, fjármuni og persónuleg mál. Réttindagæslumaðurinn veitir fólki stuðning og aðstoð. Réttindagæslumaður fatlaðra á norðurlandi er Guðrún Pálmadóttir.
8581959
Sjúkrahúsið á Akureyri
Geðdeild veitir almenna og sérhæfða þjónustu fyrir íbúa 18 ára og eldri á Norður- og Austurlandi. Geðdeild skiptist í bráðalegudeild, dagdeild og göngudeild. Hægt er að leita til vakthafandi læknis á heilsugæslu en ef á bráðaþjónustu er þörf skal leita á slysadeild/bráðamóttöku.
463-0100
Starfsendurhæfing Norðurlands
Hlutverk starfsendurhæfingar Norðurlands er að veita einstaklingum starfsendurhæfingu sem hafa verið utan vinnumarkaðarins í einhvern tíma. Starfssvæði SN er allt Norðurland.
420-1020
Vinaverkefni Rauða Krossins
Heimsóknarvinir eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, stofnanir, sambýli og dvalar- eða hjúkrunarheimili. Hægt er að óska eftir heimsóknarvin, þar sem viðmiðið er að heimsóknartími sé klukkutími í senn, einu sinni í viku, símavin, eða gönguvin.
792-6869
Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun sinnir ýmsu tengt vinnumarkaði. Á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunnar á Akureyri sinna tveir starfsmenn aðstoð við einstaklinga á Norðurlandi eystra með skerta starfsgetu. Það er einn starfsmaður í því starfi á Skagaströnd.
515-4800
VIRK starfsendurhæfing
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. VIRK veitir markvissa þjónustu á sviði starfsendurhæfingar í samstarfi við stéttarfélög, fagaðila, fyrirtæki og stofnanir um allt land.
535-5700
Starfsemi Virkisins miðar að því að aðstoða ungmenni á aldrinum16-30 ára sem þurfa á samfelldri þjónustu að halda vegna atvinnuleitar, skólagöngu, endurhæfingar eða annarrar meðferðar. Virkið býður upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf með það að markmiði að bæta líðan og efla virkni ungmenna í samfélaginu.
Þekkingarnet Þingeyinga
Hutverk þekkingarnetsins er að efla menntunarmöguleika í Þingeyjasýslum, ekki síst fyrir fatlaða og geðfatlaða. Þetta er gert með því að bjóða upp á námskeið tengd áhugasviðum og tómstundum auk þess að hafa milligöngu um fjarnámsframboð í héraðinu.
464-5100
Þjóðkirkjan
Þjóðkirkjan er opin öllum, allir eiga aðgang að þjónustu hennar og eru ekki krafðir um trúarafstöðu. Prestar geta veit ýmsa aðstoð og sáluhjálp, hver á sínu svæði.
582-4000
Þú skiptir máli
Þú skiptir máli er upplýsinga-, forvarna- og fræðslusíða með viðamikið efni um málefni á borð við einelti, fíkn, sjálfsvígsforvarnir, skaðsemi og bataleiðir.